Umhverfisöngþveiti pólítískrar umræðu.

Alveg stórkostlegt að fylgjast með mönnum og málefnum nú í aðdraganda kosninga þar sem umhverfismálatískubylgjan, íklæðir menn búningi hins forsjála og vitra, að virðist svo langt sem það nær. Gallinn er hins vegar sá eins og ég hefi án efa áður rætt um að sú umhyggja nær ekki á haf út og fiskveiðistjórnun og landbúnaður lítið áhugamál umhverfissinna sem heitið getur. Sama gildir reyndar um mengun í þéttbýli sem virðist ekki stórt mál í hugum umhverfissinna þótt bílaeignin sé einn bíll á mann um það bil. Það kom fram í fréttum að Vg menn virtust allir vera á bílum utan einn sem hafði hjólað á þingið. Very typical ,,,,, hefði einhver einhvern tímann sagt en viðhorf samtímans gagnvart bílaeign hefur litt eða ekki nokkurn skapaðan hlut verið rætt. Afkastageta nútíma fiskveiðiflota með veiðarfærum í notkun kunna að vera stórkostlegri náttúruröskunarvaldur en eitt stykki Kárahnjúkavirkjun hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Því skiptir skipulag fiskveiða meginmáli til framtíðar hér á landi en þau mál þ.e skipulag fiskveiða hefur ekki verið á dagskrá nema eins flokks Frjálslynda flokksins undanfarið kjörtímabil, allir hinir flokkarnir hafa þar algjörlega látið þá umræðu í samfélaginu vera enda allir að hluta til þáttakendur í að samþykkja núverandi kvótakerfi á þingi á sínum tíma meira og minna. Landbúnaðarmálin eru álíka kaptítuli og skoðana og viðhorfsleysis hvað varðar umhugsun um umhverfsismál undir formerkjum sjálfbærrar þróunar þar sem skoðanir eru uppi um að flytja bara inn " ódýra neysluvöru " það reddi málum fyrir neytendur , burtséð frá því hvort byggð leggist af í landinu eða ekki,, líkt og íbúar landsins sjái ekki um að viðhalda því, hugsa um það og skila því mann fram af manni til komandi kynslóða. Raunin er sú að við getum aflagt ferðamannaiðnað nú þegar nema við viljum sýna ferðamönnum auð og ónýtt lönd til landbúnaðarframleiðslu og skip í höfnum með afurðir hafandi siglt yfir Atlandshafið með þær. Ætli væri ekki nær að útbúa heilbrigt markaðsumhverfi um afurðir hér innanlands , ég tel svo vera.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég er sammála þessu, við verðum að búa betur að landbúnaðinum og kvótakerfið hefur alltaf verið handónýtt.  En til þess að byggð haldist í landinu þurfa vegasamgöngur líka að vera viðunandi.  Tel vera mikilvægt að leggja veg í stokk um Kjalveg.

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.2.2007 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband