Stórkostlegur sparnaður í þvi fólginn að byggja upp hjúkrunarheimili er þjóna samtímaþörf.

Því miður er það ekkert nýtt fyrirbæri að LSH, standi frammi fyrir því að skortur á framhaldsúrræðum varðandi sjúklinga sé til staðar, en fyrir löngu síðan var vitað að hækkað aldurshlutfall þjóðarinnar væri eitthvað sem við myndum þurfa að vinna úr og hvort sem um er að ræða sjúkrahótel ellegar hjúkrunarheimili þá er uppbygging slíkra úrræða nauðsynleg sem  þjónar þörfum tímans, og þjóðhagslegur ávinningur sem skilar sér.

 Mér er í ríku minni mikil greinaskrif fyrrum Landlæknis Ólafs Ólafssonar sem benti ítrekað á nauðsyn þess að byggja sjúkrahótel hér fyrir tveimur áratugum um það bil.

Samhæfa þarf enn frekar, sjúkrahús, heilsugæslu, félags og öldrunarþjónustu hér á landi með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi, og þjóðhagslegan sparnað við notkun og nýtingu sérhæfðra úrræða hvers konar.

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Tekjuhalli spítalans mikill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband