Blessað sumarið.

Það hefur verið indælt að njóta sólardaga undanfarið hér á Suðurlandinu, hér á Selfossi og austur undir Fjöllum um helgina, þar sem var blankalogn í norðanáttinni eins og oft áður.

Nokkurra daga þurrki og norðan roki fylgdi hins vegar öskumistur sem við höfum jú verið blessunarlega laus við á þessu rigningarsumri.

Þetta öskumistur var all venjulegt í vetur sem leið austur í Fljótshlíð, þar sem ekki hafði fest snjó á jörð um tíma.

Það var eftirtektarvert að sjá hve mjög Eyjafjöllin öll hafa gróið vel upp sem aftur heftir öskufokið til lengri tíma litið, en sennilega á rigningarmagnið í sumar sinn þátt í því hinu sama.

RIMG0028.JPGRIMG0040.JPG

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tvær myndir teknar af fjöru í mistrinu og logninu undir Fjöllunum um helgina.

 

Fjaran er alltaf jafn mikið aðdráttarafl ekki hvað síst í góðu veðri en ég gat ekki á mér setið að mynda sandfossa við árfarveginn.

 

RIMG0043.JPG

 

 

 

 

 

 

 

RIMG0047.JPGRIMG0046.JPG

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband