Þjóðhátíð Vestmannaeyja.

Hverjum hefði dottið það í hug að sú þjóðhátíð sem Eyjamenn héldu forðum daga, sökum þess að þeir komust ekki til lands, væri orðin að aðalhátíð landsmanna sem flykkjast út í Eyjar ?

Hin sérstöku einkenni þjóðhátíðar hafa lengi vel verið að viðhalda hefðum og venjum sem skapast hafa gegn um tíðina og eiga uppruna sinn í Eyjum.

Með öðrum orðum Vestmannaeyjamenningin hefur svifið yfir vötnum , enda hátíð þessi þjóðhátíð Vestmanneyinga.

 Fyrir mig prívat og persónulega er söknuður að Vestmanneyingnum Árna Johnsen sem brekkusöngvara enda tók hann við af Ása í Bæ og bar gæfu til þess að halda í ákveðnum hefðum í heiðri svo sem þjóðsöng Íslands sem lokasöng og fleiru.

Það fara fáir í spor þeirra tveggja en auðvitað tekur maður við af manni og það er mikil reynsla að feta í fótspor þau hinu sömu í þessu efni, og Ingó veðurguð því í miklu hlutverki þar að lútandi þetta árið.

 

Það er hins vegar að ég tel ágætt að hugleiða hversu mikið af Vestmanneyskri menningu, skal áfram viðhalda á þjóðhátíð í Eyjum og hversu mikið menn vilja flytja ofan af landi með þeim sem þangað sækja hátíð þessa heim, burtséð frá brekkusöng einum og sér.

Brekkusöngurinn er reyndar kominn upp á land frá Eyjum sem og brennur um þessa helgi vegna vinsælda þjóðhátíðarinnar.

Þjóðhátíðin má ekki verða að markaðsvöru því þá missir hún gildi sitt að mínu viti.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 


mbl.is Þúsundir í Dalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árni Johnsen tók ekki við brekkusöng af Ása í Bæ. Mér vitanlega stjórnaði Ási í Bæ aldrei brekkusöng.

Eygló Björnsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2013 kl. 02:02

2 identicon

Ég má til með að leiðrétta nokkrar missagnir hjá þér GMÓ.

Árni Johnsen tók ekki við brekkusöng af Ása í Bæ (en hann væri hins vegar líklegur til að halda þeirri sögu á lofti).

"Brekkusöngurinn" svonefndi þróaðist upphaflega út frá skátavarðeldi á sunnudögum á þjóðhátíð - og tæplega verður sagt að skátasöngvar séu sérkenni Eyja. Árni Johnsen yfirtók þetta atriði skátanna - og sleppti því að sjálfsögðu ekki næstu áratugina, eða þar til hann var bókstaflega neyddur til að hætta! Fyrir þann sem kynnst hefur þeim báðum, Ása í Bæ og ÁJ er samlíking þín undarleg. Ólíkari menn er vart hægt að hugsa sér.

Að lokum ber að geta að ég fylgdist með brekkusöngnum í gærkvöldi og þar var óopinber þjóðsöngur Íslands, "Ísland er land þitt", sunginn með tilþrifum í lokin. Vonandi markar flutningur þess ágæta lags nýja tíma fyrir Vestmannaeyinga og landsmenn alla :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.8.2013 kl. 09:54

3 Smámynd: Már Elíson

Það var alveg ljóst í mínum huga eftir að hafa (að ásettu ráði) hlustað á brekkusöngspilarann Ingó á lokakvöldi þjóðhátíðar vestmannaeyinga, þá kann

hann ekki til verka, drengurinn sá. - Hann er ekki hæfur í meðal-parrtíi, með lögin

öll alltof hröð, nánast öll í rangri tóntegund (því hans rödd er hár tenór) og lagavalið var stórundarlegt miðað við að það voru ekki bara ungmenni í dalnum.

Stressið og æfingarleysið leyndi sér ekki og lagavalið nánast hrein hörmung. Hann mátti þó eiga það, að hann var með hljómana að mestu leyti á hreinu, en þó ekki alltaf. - En hver hugsar um hljóma og grip á þjóðhátíð ? - Líklega fáir, miðað við hvað Árni "heitinn" komst upp með.

En fólk skilur kannski núna hvað Árni var að meina. Hann veit hvað brekkusöngur / fjöldasöngur þýðir og er. - Fjöldasöngur, eins og á þjóðhátíð í eyjum, snýst um að laglausir sem og tón-og hljómaskussar fái líka að vera með án þess að skammast sín eða verða sér til minnkunar fyrir lagleysi.

Sem sagt, allir í stuði. - En Ingó greyið er ekki með þetta, því miður. Mér heyrist að jafnvel Magni væri betri, svei mér þá.

Þetta eru nú líka bara mínar hugrenningar, ekki vísindaleg könnun eða launuð gagnrýni.

Már Elíson, 5.8.2013 kl. 13:19

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir athugasemdir og leiðréttingar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.8.2013 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband