Um daginn og veginn.

Blessað sumarið kom loksins hér sunnanlands eða þannig sko og maður þakkar fyrir hvern hlýjan dag sem kemur.

Þessi tími þegar fer að rökkva aftur á kvöldin er notalegur sérstaklega þegar sólskinsdagar fylgja.

Hef verið að berjast með heilsutetrið rétt eins og fyrri daginn, hóf æfingar tvisvar í viku í sjúkraþjálfun fyrst í stað en þurfti að taka niðurdýfu í þvi hinu sama. Tók mér smá hlé og var þá ekki blóðþrýstingurinn að plaga mig, gat verið .... og stend í því nú um stundir að stilla hann af í samráði við lækni.

Þegar maður getur ekki hreyft sig nógu mikið þá er það hið sama vandamál hugsanlega skammt undan, en þolinmæði þrautir vinnur allar segir máltækið og hafa verður það í sinni.

Fór í blóðrannnsóknatékk og allt kom í lagi út úr því hinu sama og það er vel, en geri lítið annað þessa daga en að mæla og mæla mig sjálfa og vona að eitthvað norm finnist út úr breytingum á lyfjum þar að lútandi.

Verslunnarmannahelgin mun væntanlega fara í það tilstand hjá mér þessu sinni en hvort maður fer eitthvað er gerir eitthvað meira, kemur í ljós.

 

 

kv.Guðrún María. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband