Um daginn og veginn.

Er í því að leita að þaki yfir höfuðið þessa dagana og pakka niður frá einum verustað á annan hver svo sem sá hinn sami kann að verða.

Ekkert er leiðinlegra en öryggisleysi í þeim efnum, en gera verður víst fleira í lífinu en gott þykir.

Vorið er á leiðinni og vonin eykst alla jafna með birtu og yl vorsins í flestu sem við er að fást, hvort sem það er þetta verkefni eða einhver önnur.

Vona að ég geti farið að stunda mína göngutúra aftur fljótlega sem og að finna nýja sjúkraþjálfun á nýjum stað til þess að passa upp á það sem eftir er af heilsutetrinu.

Ég mun hins vegar örugglega sakna sveitarinar sem ég bý í núna við hliðina á Jöklinum mínum, hinum mikilhæflega, og náttúrunni allt um kring, en allt hefur sinn stað og tíma og þökkin fyrir að fá að njóta þess hins sama um tíma, lifir.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband