Hvers vegna geta fullvinnandi verkamenn á Íslandi varla leigt eða keypt húsnæði á húsnæðismarkaði ?
Föstudagur, 5. apríl 2013
Getur verið að umsamin laun á vinnumarkaði fyrir fulla vinnu verkamanns séu langt frá einhvers konar framfærsluviðmiðum ?
Svarið er já, svo hefur verið í all mörg ár, það þekkir sú er þetta ritar sem fór í greiðslumat á ákveðnum tímapunkti hjá fjármálastofnunum til þess að meta möguleika til kaupa á húsnæði samkvæmt launatekjum.
Staðan var sú að fyrir lifstíð samkvæmt sömu launum var slíkt ekki fyrir hendi með sömu launakjörum, þá í vinnu sem skólaliði grunnskóla í mínu sveitarfélagi með alla mögulega starfsmenntun til þess arna.
Eini möguleikinn var að fara á biðlista eftir félagslegu húsnæði, en þangað til aðstoðaði sveitarfélagið við það að komast í leiguíbúð á frjálsum markaði með því að lofa styrk sem var breytt í lán og lánið var síðan tekið af húsaleigubótum, án þess að láta mig svo mikið sem vita, er ég fékk úthlutað félagslegri leiguíbúð, þannig að leiga var eðli máls samkvæmt hærri.
Raunin er sú að laun ófaglærðra verkamanna á íslenskum vinnumarkaði eru úr öllu samhengi við allt sem heitir framfærsla einstaklings til þess að hafa hvoru tveggja þak yfir höfuðið og í sig og á.
Meðan verkamenn samþykkja slík tilboð um launakjör hér á landi af hálfu sinna forystumanna í Verkalýðsfélögum sem bera slíkt á borð, breytist lítið í þeim efnum.
kv.Guðrún María.
![]() |
Gylfi: 20% leiðin hjálpar ekki tekjulágum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.