Íslendingar, farið varlega með eld.

Margra daga skortur á úrkomu orsakar þurrk og moldryk á svæðum sem eru auð af snjó á þessum tíma, sem Suðurlandið er að mestu.

Jafnframt er meira eldsefni þar sem minni nýting er á ræktuðu landi þar sem gróður hefur fengið að vaxa óáreitt um tíma, en einnig hafa vaxið upp skógræktarsvæði þar sem enginn skógur var áður mjög víða.

Það verður aldrei of oft brýnt fyrir mönnum að huga að þessum hlutum.

Var á ferð við Hellu í dag þegar slökkviliðið fór fram úr mér með blikkandi ljós ásamt björgunarsveitarbíl til viðbótar á leið til þess að slökkva þennan eld en mig minnir að sama slökkvilið hafi ekki fyrir löngu síðan verið i sams konar verkefnum.

Síðast í gærkveldi heyrði maður fréttir úr Skorradal af sinueldum, og einhvern veginn finnst manni þetta of mikið.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is „Þetta eru kjöraðstæður fyrir eldinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband