Nokkur orð um geðheilbrigðismálin.

Fyrir löngu, löngu síðan hefði það átt að vera komið til sögu að sérstök gjörgæsludeild fyrir veikustu einstaklinga geðdeilda væri til staðar svo mikið er víst, en sú er þetta ritar hefur gengið göngu með einstaklinga í þörf fyrir þessa þjónustu í all mörg ár og á stundum finnst manni þróun hvers konar hafa staðið í stað.

Það atriði að þjónusta göngudeildar bráðageðdeildar sé einungis opin lítinn hluta sólarhrings segir meira en mörg orð um forgangsröðun sjúkdóma í voru samfélagi.

Að mínu viti hefur samfélag vort verið að harðna varðandi alvarlega veika fíkla með geðsjúkdóma síðasta áratuginn en hin samfélagslegu úrræði ríkis og sveitarfélaga hafa verið misvísandi þar sem skortur á samhæfingu, eftirfylgni og nauðsynlegri úrvinnslu í málum einstaklinganna hefur verið fyrir hendi.

Tilhneiging þess efnis að vísa vandamálunum frá sér einhvern veginn með óviðundandi úrlausnum hefur því miður verið fyrir hendi.

 Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu er af skornum skammti og aðkoma þeirrar hinnar sömu að geðheilbrigði er mér best vitanlega lítil sem enginn, sem er stjórnunarlegt skipulagsvandamál og mætti sannarlega breyta.

Öðru máli gegnir um heilsugæslu úti á landsbyggðinni sem þarf að fást við allt sem kemur upp í héraði, þar er þó tekist á við þau vandamál sem upp koma og aðilar virkjaðir til samvinnnu um mál.

Á tímum niðurskurðar þurfum við að ákveða hvaða fjármunir fara í hvað og niðurgreiðsla heimsókna sjúklinga á einkastofur geðlækna úti í bæ, skyldu heyra sögunnni til, meðan ekki er hægt að viðhafa geðheilbrigðisþjónustu sem skyldi á bráðasjúkrahúsi landsins.

 

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Aukið ofbeldi á geðdeildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband