Nokkur orđ um geđheilbrigđismálin.
Fimmtudagur, 14. mars 2013
Fyrir löngu, löngu síđan hefđi ţađ átt ađ vera komiđ til sögu ađ sérstök gjörgćsludeild fyrir veikustu einstaklinga geđdeilda vćri til stađar svo mikiđ er víst, en sú er ţetta ritar hefur gengiđ göngu međ einstaklinga í ţörf fyrir ţessa ţjónustu í all mörg ár og á stundum finnst manni ţróun hvers konar hafa stađiđ í stađ.
Ţađ atriđi ađ ţjónusta göngudeildar bráđageđdeildar sé einungis opin lítinn hluta sólarhrings segir meira en mörg orđ um forgangsröđun sjúkdóma í voru samfélagi.
Ađ mínu viti hefur samfélag vort veriđ ađ harđna varđandi alvarlega veika fíkla međ geđsjúkdóma síđasta áratuginn en hin samfélagslegu úrrćđi ríkis og sveitarfélaga hafa veriđ misvísandi ţar sem skortur á samhćfingu, eftirfylgni og nauđsynlegri úrvinnslu í málum einstaklinganna hefur veriđ fyrir hendi.
Tilhneiging ţess efnis ađ vísa vandamálunum frá sér einhvern veginn međ óviđundandi úrlausnum hefur ţví miđur veriđ fyrir hendi.
Heilsugćsla á höfuđborgarsvćđinu er af skornum skammti og ađkoma ţeirrar hinnar sömu ađ geđheilbrigđi er mér best vitanlega lítil sem enginn, sem er stjórnunarlegt skipulagsvandamál og mćtti sannarlega breyta.
Öđru máli gegnir um heilsugćslu úti á landsbyggđinni sem ţarf ađ fást viđ allt sem kemur upp í hérađi, ţar er ţó tekist á viđ ţau vandamál sem upp koma og ađilar virkjađir til samvinnnu um mál.
Á tímum niđurskurđar ţurfum viđ ađ ákveđa hvađa fjármunir fara í hvađ og niđurgreiđsla heimsókna sjúklinga á einkastofur geđlćkna úti í bć, skyldu heyra sögunnni til, međan ekki er hćgt ađ viđhafa geđheilbrigđisţjónustu sem skyldi á bráđasjúkrahúsi landsins.
kv.Guđrún María.
Aukiđ ofbeldi á geđdeildum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.