Er samhæfing meðferðarstofnana í lagi hér á landi ?

Svar mitt er Nei, svo hefur ekki verið.

Lokuð meðferðarúrræði fyrir börn sem ánetjast fíkniefnum hér á landi hafa ekki annað þörf mér best vitanlega í áraraðir, má þar nefna BUGL, og Stuðla og einhver heimili úti á landi með nokkur pláss til þess arna.

Vogur er opið úrræði án samstarfs við barnaverndarnefndir sem ég tel skort á samhæfingu, hvað börn varðar, þar sem barn getur gengið þangað inn í meðferð og út sama daginn.

Stuðlar í Reykjavík eiga að anna öllu höfuðborgarsvæðinu þar með talið Kópavogi, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ, til þess að taka ungmenni til neyðarvistunar í ástandi af völdum vimuefna.

Fyrir löngu löngu síðan hefði annaðhvort þurft að auka starfsseminna ellegar koma á fót slíkum stað í nágrannasveitarfélögum við höfuðborgina.

Það hefur ekki verið gert.

Fjármagn í þennan málaflokk hefur ekki fengið forgöngu til þess að grípa inn í af alvöru og fjársvelt Lögregla ber hitann og þungann af vandamálum þessum allra handa nú sem fyrr, því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Þetta er ekki skaðlaus planta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband