Villigötur Guðmundar Steingrímssonar.

Það virðist einlægur vilji Guðmundar að ganga gegn vilja meirihluta þjóðarinnnar
bara til þess halda áfram með aðildarferli að Esb.

Þar virðist sá hinn sami vaða reyk og villigötur.

Áhugi Guðmundar á aðild að sambandinu er mér óskiljanlegur og jafn óskiljanlegt hvers vegna hann hélt ekki áfram að vera í Samfylkingunni sem einn flokka hefur þetta mál á stefnuskrá en hann yfirgaf Framsóknarflokkinn eftir síðasta flokksþing þar sem kveðið var á um það af flokksmönnum að betra væri fyrir Ísland að standa utan Evrópusambandsins.

Mér fannst Guðmundur oft ágætur penni þegar hann ritaði pistla í Fréttablaðið eins og Þráinn Bertelsson á sinum tíma, og Sigmundur Ernir var ágætur sem fréttamaður hjá sama fyrirtæki og hinir tveir, en allir eru þeir nú á þingi og vilja allir inn í Esb, þar sem tveir hafa skipt um flokka á þingi en einn haldið sig innan þess flokks sem viðkomandi var kosinn fyrir.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Er þetta flókið?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Af hverju fór Guðmundur ú Samfylkinguni og Framsóknadflokknum?

Ættli hann hafi ekki séð fram á að ef hann væri í þessum flokkum þá kæmist hann ekki á þing.

Þessi maður hefur engann áhuga á velferð landsmanna, heldur hefur hann eingöngu áhuga á velferð Guðmundar, sem sagt, sín sjálfs.

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 17.1.2013 kl. 02:44

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með Jóhanni, þessi maður hefur ekkert unnið til þess að vera í forsvari, ekki er nú glæsilegur þingmanns ferill hans.  Hann þykist eiga rétt á forsætisráðherraembættinu út af afa og pabba.  En það er nú þannig að þriðji ættleggur hefur þynnst heldur mikið út.  Og vonarpeningar sem ekki standa alltaf undir nafni.

En lýðræðisást hans er skýr, troða ESB ofan í kokið á þjóðinni hvort sem hún vill eða ekki, og með hvaða meðulum sem er. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2013 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband