Vinstri Grænir sviku kjósendur sína með þáttöku í þessari ríkisstjórn.

Ríkisstjórn Samfylkingar og VG, gekk út á það að koma í gegn aðildarumsókn að Evrópusambandinu eins og forsætisráðherra formaður Samfylkingar kom ágætlega frá sér í kvöld í sjónvarpi, þess efnis að ríkisstjórn þessi héldi saman út af því hinu sama máli.

Báðir flokkarnir höfðu ekki fyrir því að spyrja um afstöðu þjóðarinnar áður en vaðið var af stað í þessa vegferð stefnuskrár SF.

Að horfa á menn reyna að leika tveimur skjöldum í þessu máli rétt fyrir kosningar til þings að nýju, segir meira en mörg orð um pólítik sem blæs eftir vindi, þar sem ráðamenn þykjast ekki taka eftir vindinum á miðju kjörtímabilinu.

Öðru máli gegnir þegar líður að endurkjöri mögulega.

Báðir þessir flokkar mega fá frí frá valdataumum hér á landi um tíma næsta kjörtímabil.

kv.Guðrún María.


mbl.is VG spáði aldrei hraðferð í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þú meinar næstu kjörtímabil.

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 16.1.2013 kl. 04:14

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Það var vitað allan tíman að svona ríkisstjórn gjæti ekki setið eitt kjörtímabil nema með svikum gagnvart þjóð og líð svo mikið er það á kristal tæru,Sem sakt LANDRÁÐSLIÐ

Jón Sveinsson, 16.1.2013 kl. 07:28

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sama segi ég gefum þessu fólki frí.  Langt frí.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2013 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband