Skatan ætti að vera á borðum fleiri daga en á Þorláksmessu.

Mér hefir alla tíð þótt skata góður matur, en hin síðari ár hefi ég fengið vestfirska skötu í hús, vel kæsta sem hefur að minnsta kosti einu sinni hreinsað á burt flensuvesen hjá þeirri er þetta ritar.

Ég ólst hins vegar upp við saltaða skötu sem ekki var eins sterk og sú vestfirska, en mér fannst hún góð og mamma sagði mér að bryðja brjóskið þvi það væri svo hollt sem ég og gerði og geri enn þann dag í dag.

Fyrir mína parta skil ég ekki alveg hvers vegna Íslendingar þykjast ekki geta eldað skötu heima hjá sér lengur, því það er nú þannig að skötulyktin er farin um leið og búið er að elda reyktan mat á aðfangadag.

Hver tími hefur hins vegar sinn tíðaranda, hvort sem er um þessar venjur að ræða ellegar aðrar.

Skatan er góður matur úr matarforðabúri hafsins og mætti vera oftar á borðum árið um kring.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Gott blogg hjá þér að vanda. Það vill svo til, að ég fékk svipað uppeldi og þú hvað þetta varðar, og reynsla mín er sú sama. Ég er líka svo heppinn, að Kristín mín hlaut sama uppeldi og við! Það er ekki hægt að biðja um meira ?

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár, Guðrún María !

Kveðja,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 24.12.2012 kl. 07:46

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Kristján og takk fyrir innlitið, Gleðileg jól til þín og þinna.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.12.2012 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband