Auðvitað er það verkefni þingmanna að ræða málin.

Það er í raun hörmulegt til þess að vita að hversu mjög lýðræðið kann að verða að leiksoppi þegar einstök mál koma til umfjöllunnar á þingi, þar sem ákveðnir þingmenn telja sig hafa einkaleyfi á því hinu sama sem stuðningsmenn ákveðinna sjónarmiða.

Frá mínum bæjardyrum séð hefur Hreyfingin eignað sér misviturlega tillögugerð stjórnarskrár sem " afurð búsáhaldabyltingar " sem núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa kosið að dansa kring um eins og köttur kring um heitan graut.

Þvílíkt lýðskrum er vandfundið, annað verður ekki sagt, af hálfu allra þeirra sem mál þetta þykjast hefja í hæðir.
Mál sem er illa undirbúið og lítil sátt ríkir um í heildina tekið.

Sem betur fer verða menn ekki endurkosnir á Alþingi fyrir lýðskrumið eitt.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Liggur við að manni verði flökurt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála.

Þetta fólk í Hreyfingunni eða hvað það heitir núna hefur kolfallið svo gjörsamlega að það hlýtur að skapa vantraust á nýjum framboðum.

Fyrir utan allt lýðskrumið hefur þeim helst tekist skapa eitrað andrúmsloft með dylgjum og eineltistilburðum á tímum sem við þurfum samheldni og sátt.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 23:05

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir innlitið Sigrún, mikið rétt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.12.2012 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband