Að væla undan umræðu um mál á Alþingi, ný tíska ?

Einhverra hluta vegna hefur það verið svo að Vinstri menn sem nú setið við stjórnartauma í landinu, hafa haft tilhneigingu til þess að væla undan umræðu um mál á þingi, og gengið svo langt að ganga um með mótmælaspjöld innan þings, vegna umræðu um mál, án þess þó að taka þátt í umræðunni að virðist.

Þetta er leiðinlegt fyrirbæri að mínu áliti, því það er nú einu sinni svo að hver svo sem situr við stjórnvölinn mun ætíð þurfa að taka öndverðum skoðunum séu þær hinar sömu fyrir hendi og svo lengi sem hægt er að ræða mál á þingi, þá hlýtur slíkt að rammast innan þeirra marka og frekar skyldu menn fagna þvi en fara að skæla og væla.

Alþingi er nefnilega vettvangur umræðu með og á móti og því hinu sama hlýtur hver að una á hverjum tíma, eða hvað ?

kv.Guðrún María.


mbl.is „Hér á að verða málþóf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þegar fólk sakammast sín fyrir eitthvað, er gjarnan reynt að fela það mál, trúað að með þögninni megi forðast skömmina.

Staðreyndin er þó einfaldari varðandi störf Alþingis, þetta tímabil, þó vissulega sé full ástæða fyrir stjórnvöld að skammast sín. Ástæða þess að ekki má ræða nein málefni í sal Alþingis er einfaldlega sú að ósamstaða stjórnarþingmanna er svo mikil. Það tekur fleiri mánuði, stundum ár, að ná samkomulagi meðal þeirra um hvort og hvernig hin ýmsu mál skuli lögð fyrir þingið. Þessari miklu vinnu má ekki stefna í voða með einhverri umræðu á Alþingi, það gæti spillt þeirri samstöðu stjórnarþingmanna sem svo mikla vinnu tók að ná.

Stjórnarandstaðan er sterkust meðal stjórnarþingmanna!

Gunnar Heiðarsson, 12.12.2012 kl. 07:27

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já mikið rétt Gunnar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.12.2012 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband