Þjóðin skyldi skattlögð út úr efnahagshruninu, úrræði vinstri manna við stjórnvölinn.

Þær kolröngu aðferðir sem núverandi valdhafar hafa iðkað við stjórnvölinn, að auka skatta í stað þess að lækka þá hina sömu í kjölfar efnahagshruns, mun seint líða landsmönnum úr minni.

Raunin er sú slíkt hefur ekki aðeins aukið fátækt almennt, heldur einnig sett bremsu á hjól atvinnulífsins sem aftur er bein leið til stöðnunnar.

Alls konar niðurskurður á þjónustu hér og þar undir formerkjum gífurlegs sparnaðar sem króna og aura á blaði til að guma sig af fyrir næstu kosningar er eitthvað sem ekki tekur mið af fjögun fólks í landinu nema það kjörtímabil sem viðkomandi valdhafar hafa til umráða í umboði kjósenda.

Rándýrt lýðskrum allra handa um nýja stjórnarskrá sem patentlausn mála allra er borið á borð fyrir landsmenn á sama tíma og fötluðu fólki er vísað á götuna, öldruðum sagt að borga hærri skatta og bíða og bíða og biða eftir þjónustu sem þeir hinir sömu hafa greitt fyrir með sköttum gegn um tíðina.

Ríkið reynir að yfirfæra vanda atvinnuleysis á skuldug sveitarfélög með málamyndaaðgerðum sem milliliðir allra handa hirða megintekjur af.

Allt miðast við að leggja á nógu háa skatta alveg burtséð frá afleiðingum þess hins sama, bara ef hægt er að sýna tölur á blaði, sem síðan skal blaðrað um fyrir næstu kosningar sem gullbrjóstsykur fyrir kjósendur.

Því miður.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt GMaría þetta er kolröng röðun og vitlaust farið í allt, svo sorglegt því þau höfðu svo sannarlega fólkið með sér í upphafi. En það er allt farið út í buskan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.11.2012 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband