Hvað berjast margir stjórnmálamenn fyrir lífsgæðum fatlaðra ?

Án efa má finna fögur orð á blaði um félagsleg réttindi fatlaðra, frá ýmsum þeim er nú taka þátt í prófkjörsbaráttu varðandi hugsanlega setu á Alþingi í komandi kosningum, en kanski hafa þeir hinir sömu frambjóðendur ef til vill ekki raunsýn á stöðu þessa hóps í voru samfélagi þar sem ýmsar ráðstafanir í þá veru sem hér er mótmælt hafa litið dagsins ljós í framkvæmdum hins opinbera undir formerkjum sparnaðar.

Spara aurinn en kasta krónunni og einhver einn hópur öryrkja skal mega þurfa að bera skert lífsgæði ákveðinn tíma sem annar hefur notið áður ellegar aðrir mega hugsanlega njóta í framtíð komandi, þegar til koma alls konar átök til umbóta til að bæta það sem skorið var af til handa einum hópi umfram annan.

Ég nefni enn og aftur meðalhófsreglu stjórnarskrárinnar íslensku sem vera skyldi leiðarljós í ákvarðanatöku allri til handa einstaklingum í þessu landi, af hálfu hverra þeirra er fara með fjárveitingavald og ákvarðanatöku á hverjum tíma.

kv.Guðrún María.


mbl.is Skert lífsgæði fatlaðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir sem sitja á alþingi margir hverjir hafa aldrei komið nálægt öryrkjum, eða mætti halda það.  Og svo kalla þau sig velferðarstjórn.  Og guma af gríðarlegum árangri í "jöfnuði" á kjörtímabilinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2012 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband