Hve oft og hve mikið hafa bændur undir Eyjafjöllum mátt bera tjónið sjálfir af foki?

Veðurhamurinn undir Fjöllunum er engum líkur og margsinnis að ég tel hafa menn þurft að bera tjón sitt sjálfir af foki í slikum hamfaraveðrum enda fást engar tryggingar til þess arna.

Þessi hamfaraveður þar sem foktjón er um að ræða eru orðin mörg á þessu svæði.

Þá vaknar sú spurning eru gerðar ríkari kröfur til bygginga á þessum svæðum eða gilda sömu reglur þar og annars staðar ?

Ég veit ekki betur en sömu reglur gildi um byggingar á þessu svæði eins og annars staðar, samt er ekki hægt að tryggja gegn slíku að virðist.

Á árunum um 1970 gerði eitt hamfaraveður og var sveitin öll í rúst, og þá var rætt um að Viðlagatrygging myndi að hluta bæta tjón bænda undir Fjöllunum, en ef ég man rétt, þá bætti það hið sama lítið sem ekki neitt.

Það væri nú ekki úr vegi að rýna ögn ofan í tjón af völdum náttúruhamfara en þar er foktjón einn hluti af slíku.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mikið tjón undir Eyjafjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband