Mismunandi þjónusta sveitarfélaga á Íslandi en sama skattlagning.
Sunnudagur, 14. október 2012
Ég hef lengi lengi rætt um það að þjónustustig verði skilgreint í hverju sveitarfélagi hvað varðar grunnþjónustu við íbúa, alla þá er sveitarfélög veita.
Hvers vegna ?
Jú vegna þess að það hið sama er mismunandi þrátt fyrir sömu gjaldtöku á íbúa sem er óréttlátt, og þýðir mismunun borgaranna.
Í Fréttablaðinu í dag vekja læknar Kleppsspítala athygli á því að þeir hinir sömu geti ekki útskrifað sjúklinga sökum þess að búsetuúrræði séu ekki til staðar.
Það var alveg ágætt að þetta kæmi fram þar sem tvö stór sveitarfelög á höfuðborgarsvæðinu eru m.a. nefnd til sögu Kópavogur og Hafnarfjörður þar sem slík úrræði er ekki að finna.
Hvers vegna geta svo stór sveitarfélög sleppt því að sinna sínum íbúum að meðan önnur sveitarfélög uppfylla þar sínar lagalegu skyldur í þessu efni ?
Mér er málið skylt þar sem sonur minn útskrifaðist heim í stað þess að fá búsetuúrræði við hæfi í því sveitarfélagi sem ég bý í .
Sama sveitarfélag er nú að henda honum á götuna ásamt mér móður hans nú um stundir, og úrræðaleysið hefur því náð nýjum hæðum ef svo má segja.
Það hlýtur að vera hægt að sinna þörfum íbúa fyrir þá gjaldtöku sem hver innir af hendi í skatta og gjöld til síns sveitarfélags í þeim mæli sem þörf er fyrir og afar óeðlilegt er að sveitarfélög á stór Reykjavíkursvæðinu hendi boltanum bara til Reykjavíkur í þessu efni og sleppi sínum skyldum ár eftir ár.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.