Um daginn og veginn.

Talaði við sýslumann í dag og fékk að vita að útburðarbeiðni Hafnarfjarðarbæjar er komin í hús til meðferðar og hvenær þess má vænta að ég verði boðuð á fund til þess hins sama vegna þess.

Ég fékk upplýsingar um það, að ég get ekki sótt um íbúð hjá Öryrkjabandalagi Íslands þótt ég sé öryrki vegna þess ég skulda sveitarfélaginu.

Hefði ég hug á því að reyna að leigja íbúð á frjálsum markaði hér í Hafnarfirði þá myndi sveitarfélagið væntanlega taka húsaleigubætur þær sem ég ætti að fá upp i skuldina sem ég skulda og útrýma möguleikum þeim hinum sömu, til þess arna að halda heimili hér í bæ.

Með öðrum orðum, mér prívat og persónulega er vísað á brott úr þessu bæjarfélagi, vegna fjárhagslegrar stöðu í kjölfar slyss og örorku, eftir 12 ár í starfi hjá Hafnarfjarðarbæ.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er hræðilegt að lesa elsku GMaría, hvað geturðu gert?  Leyfðu okkur að fylgjast með þessu máli áfram.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.10.2012 kl. 13:33

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Cesil.

Ekkert annað en að fara,mér best vitanlega á þessari stundu áður en til útburðar kemur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.10.2012 kl. 23:37

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hugur minn er hjá þér GMaría mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.10.2012 kl. 01:44

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Cesil mín.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.10.2012 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband