Forsjárhyggja vinstri flokkanna varð þess valdandi að þjóðin var ekki spurð um viljann til viðræðna.

Fyrstu pólítisku mistökin sem VG og Samfylking gera í upphafi síns kjörtímabils eru þau að þvinga gegn um þingið aðildarumsókn að Evrópusambandinu án þess að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hið sama mál.

Öllum var þá ljóst að aðeins Samfylkingin hafði og hefur haft mál þetta á stefnuskrá sinni einn flokka hér á landi en hinn flokkurinn VG, gekk til kosninga andsnúinn aðild.

Könnun eftir könnun hefur sýnt það að mikill meirihluti þjóðarinnar er andsnúin aðild en rikisstjórnin heyrir það ekki eða sér að virðist.

Næstu kosningar munu þvi að mínu viti snúast um það að flokkar sem kjósa að vanvirða vilja þjóðar með því móti sem verið hefur í þessu máli, eiga ekki erindi við stjórnartauma í landinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Útséð um að viðræðum ljúki fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er nú hálf fegin ef satt skal segja, á þeim tíma hefði þetta ef til vill verið samþykkt, og þá værum við í vondum málum.  Í dag sér fólk hvað þetta er mikið feigðarflan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2012 kl. 01:43

2 Smámynd: Óskar

Þetta er bull.  Allar skoðanakannanir sýna að þjóðin vill fá að kjósa um tilbúinn samning.

Óskar, 9.10.2012 kl. 03:07

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Óskar þarna ferðu með rugl eins og svo oft áður,  ÞAÐ VAR EIN SKOÐANAKÖNNUN FYRIR FJÓRUM MÁNUÐUM SEM  SÝNDI AÐ MEIRIHLUTI VILDI KLÁRA AÐILDARVIÐRÆÐUR OG KJÓSA SÍÐAN UM VÆNTANLEGAN SAMNING.  En það virðist ekki vefjast neitt fyrir ykkur LANDRÁÐAFYLKINGARMÖNNUM/KONUM að hagræða sannleikanum ...

Jóhann Elíasson, 9.10.2012 kl. 07:52

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já segðu Jóhann það er allt gert til að plata almenning...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.10.2012 kl. 08:25

5 Smámynd: Óskar

Nei Jóhann- það ert þú sem ruglar.  Flestar ef ekki allar skoðanakannanir sýna að þjóðin vill halda viðræðum áfram og kjósa um samning.  Hinsvegar sýna kannanir líka að þjóðin vill ekki ganga í ESB.  En þær kannanir eru að sjálfsögðu algjörlega marklausar meðan ekki liggur fyrir neinn samningur til að kjósa um.   Segðu mér Jóhann HVAÐ eru ESB andstæðingar svonar hræddir við ? Afhverju má þjóðin ekki fá samning til að kjósa um og klára málið ?  Að sjálfsðögðu VITUM VIÐ EKKI hvað er í pakkanum fyrr en samningur liggur fyrir.  Ef við fengjum mjög góðan samning sem klárlega kæmi sér til góða fyrir þjóðina, mundir þú þá hafna honum Jóhann ?   Rök ESB andstæðinga hafa verið aðallega tvennskonar, í fyrsta lagi að við missum yfiráð yfir sjávarútvegsauðlindinni.   Mér þætti reyndar gaman að vita hvaða yfirráð við værum að missa, þessi auðlynd er í höndum 20 LÍÚ fjölskyldna sem sjúga gróðann úr greininni þannig að fyrir Íslensku þjóðina er því miður ekki mikið að missa en reyndar er það bull að við missum eitthvað yfirhöfuð, það munum við sjá í væntanlegum samning.

Í öðru lagi er talað um að við missum sjálfstæðið, já MISSUM SJÁLFSTÆÐIÐ!!  þegar þetta er skoðað er þetta nú fyrst og fremst hlægilegt, ég hef margbeðið ESB andstæðinga að benda mér á eina einustu þjóð í ESB sem er ekki sjálfstæð en það vefst fyrir þeim, sumir nefna reyndar Grikkland en hafa ber í huga að Grikkir komu  sér í sín vandræði algjörlega sjálfir með því að falsa allar skýrslur og tölur þangað til allt hrundi.  En engu að síður er Grikkland sjálfstætt ríki þó þar sé allt í kaldakoli.  ESB er meiraðsegja að moka í þá peningum.

Óskar, 9.10.2012 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband