Burt með Bakkus.
Föstudagur, 5. október 2012
Þetta framtak SÁÁ er fagnaðarefni því sannarlega þarf að byggja upp úrræði á landsvísu fyrir einstaklinga til þess að koma þeim út úr fjötrum vímuefna.
Jafnframt er það sannarlega nauðsynlegt að gjaldtaka á áfengi tengist afleiðingum ofnotkunnar þess hins sama en eins og vitað er þá hefur gjald á bensín ekki runnið til vegamála endilega gegnum tíðina.
Bakkus hefur lengi elt mig uppi allt í kring um mig þótt enn hafi ég ekki fallið í þann pytt í eiginlegum skilningi þá hefur það orðið mér að yrkisefni, sem ég fann í skúffunni í kvöld og læt fylgja með.
" Bakkus.
Hve mörg eru tárin sem taumlaust fljóta,
er tilvera Bakkusar tekur öll völd.
Hve mörg eru árin sem orðalaust þjóta,
á brott við hans ógnþrungnu gluggatjöld.
Þola og þola en þola samt ekki,
þolgæði endalaust, ástin hún knýr.
Loks brotna sundur þeir þolgæðishlekkir,
er rökhyggjan kalda að manninum snýr.
Brynja sig staðfestu, brynja sig veldi,
búast við Bakkusi í bardagahug.
Bjóða honum verustað annan að kveldi,
vísa honum burtu með hálfkveðnum hug.
Horfa út í tómið í hugsanaflaumi,
hafa átt en tapað, því Bakkus er til.
Fegurð og góðmennsku finna í draumi,
fallvölt er gæfa við Bakkusaryl.
Bakkusarylur er Bakkusarhylur,
Bakkus er gleði og Bakkus er sorg.
Bakkus er skaðvaldur, barnið þitt skilur
ef býrðu að staðaldri við Bakkusartorg. "
gmó.
kv.Guðrún María.
Undirskriftasöfnun fyrir Betra lífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.