Vinstri stjórnin í landinu kann ekki meðalhófsreglu núverandi stjórnarskrár.

Skömmu eftir valdatöku þeirrar stjórnar sem nú situr benti ég á það hér á mínu bloggi að gjaldtaka hins opinbera var hækkuð um meira en helming í einu, varðandi bifreiðagjöld í því tilviki.

Síðan hefur vægast sagt mikið vatn runnið til sjávar í alls konar skatta og gjaldahækkunum hins opinbera.

Nýjasta dæmið er hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu sem er eins og skjóta sig í fótinn og eyðileggur gjörsamlega það sem varið hafði verið í kynningarátak á landinu áður af hálfu sömu stjórnarherra eftir eldgos og tafir á flugsamgöngum um heim allan, þegar jökullinn minn gaus.

Þessir stjórnarhættir einkennast af handapatskendum aðferðum sem ekki finna samræmi, því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ísland ekki miðpunktur heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þessu GMaría.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2012 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband