Um daginn og veginn.

Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni segir máltækið og ég sem stundum gerði grín að pabba, varðandi söfnun á alls konar drasli, verð nú að viðurkenna að ég er alveg eins, geymi hluti von úr viti og þarf að beita mig hörðu við að henda einhverju.

Það hefur þó tekist hjá mér að grisja pínulítið undanfarna daga, og áfram skal haldið á sömu braut, því óvissan sem ég er í er þess eðlis að það atriði að henda drasli sem ég þarf ekki, hjálpar mér ef ég þarf að fara héðan úr Hafnarfirði.

Hef annars notið þess að geta gengið úti undanfarna daga eftir að ég náði heilsu aftur til að fara í gönguna mína, sem ég þakka mínum sjúkraþjálfara.

Því fylgir andleg næring að ganga meðfram læknum í hrauninu hér við bæjardyrnar, því lækjarniðurinn tekur hugann frá áhyggjum og amstri og yndislegheit náttúrunnar umfaðmar mann í orðins fyllstu merkingu.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband