Geta íslensk sjávarútvegsfyrirtæki ekki þjónað íslenskum markaði ?

Það er ekki langt síðan að sú er þetta ritar leitaði dyrum og dyngjum að 5 lbs pakkningum af frosinni ýsu sem ætíð var til sölu hjá fleri en einni verslanakeðju hér um tíma, en var gjörsamlega ómögulegt að finna nú fyrir skömmu síðan.

Loksins rakst ég á slíka pakkningu hjá Hagkaup í Garðabæ frá Nesfiski í Garði, og þakkaði mínum sæla fyrir að finna það hið sama því þessi pakkning hentar vel á mínu heimili.

Það er hins vegar sérstakt ef það þarf að vera skortur á fiski hér á landi í öllum mögulegum framleiðslupakkningum í raun, og ég trúi þvi ekki að íslensk fyrirtæki geti ekki staðið sig betur að þjóna íslenskum markaði.

kv.Guðrún María.


mbl.is Íslendingar borða innfluttan fisk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Ástæðan er sú að ýsan er pökkuð fyrir Ameríkumarkað, og merkingarnar á umbúðunum samræmast ekki reglum Evrópusambandsins. Innihaldið er þó það sama, íslenskur fiskur, og Árni segir það skjóta skökku við að ekki megi dreifa honum innanlands þegar eftirspurn sé eftir því."

Brynjar Þór Guðmundsson, 7.9.2012 kl. 06:13

2 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Með öðrum orðum þá er þetta að stórum hluta ESB að kenna

Brynjar Þór Guðmundsson, 7.9.2012 kl. 06:14

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já og Þjóðin ekki farin í ESB....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.9.2012 kl. 08:02

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það eru allar frystigeymslur á landinu stútfullar af landfrystum fiski sem selst ekki.

Níels A. Ársælsson., 7.9.2012 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband