Af jarðskjálftum.
Föstudagur, 31. ágúst 2012
Svo vildi til að ég var á göngu innanhús og beygði mig til að opna skáp akkúrat þegar skjálftinn varð, heyrði einhvern hristing en merkti ekki sem skjálfta.
Sonur minn sem lá í sófa í stofunni, merkti hreyfinguna sem jarðskjálfta um leið
og lýsti sem höggi undir.
Skjálftinn sem varð 29 febrúar á þessu ári var hins vegar eitthvað sem var meira hér í Setberginu í Hafnarfirði, rétt upp við Reykjanesbrautina. Sá var þess eðlis að ég ákvað að fara út úr húsi um stund.
Nokkru síðar fann ég sprungu í innri rúðu í eldhúsinu hjá mér sem að öllum líkindum hefur komið til við þann skjálfta.
Hér eru hins vegar alltaf hreyfingar, nær daglega og ég merki það á því að ég hef eins konar jarðskjálftamæli hér hjá mér þar sem túpusjónvarp er staðsett ofan á hringlaga borði þar sem lappir eru mislangar og hriktir í sjónvarpinu við hreyfingu sem ég sé síðan yfirleitt á óróamælingum í Kaldárseli.
Óhjákvæmilega ber ég ómælda virðingu fyrir nátrúruöflunum þar sem ég sex ára sá hina miklu ógnarbólstra í hafi undan Fjöllunum er Surtur gaus, svo gaus Hekla og svo varð Vestmanneyjagosið fermingarárið mitt og svo Hekla og svo blessaður Jökullinn minn sem mig hafði dreymt gjósa fram allan aldur.
Ég hef löngum verið að ergja mig á því að menn skuli ekki vera búnir að búa til viðbragsáætlanir við jarðvá á þessum fjölmennu svæðum hér á Reykjanesskaganum og hver skjálfti sem verður minnir á það hið sama.
kv.Guðrún María.
Jarðskjálfti upp á 4,6 stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.