Frelsi til handfæraveiða á Suðurnesjum gæti breytt miklu.

Atvinna er forsenda þess að fólk hafi möguleika á því að bjarga sér og min skoðun er sú að gefa eigi mun meira frelsi til handfæraveiða á Íslandsmiðum en núverandi strandveiðikerfi inniheldur, því sjósókn fylgir atvinna í landi við útgerð báta, en menn hafa einnig möguleika á því að veiða sér til matar ásamt því að selja á fiskmarkaði ferska vöru úr matarforðabúri þvi sem Atlandshafið allt í kring um Ísland er og afla sér tekna með einstaklingsframtaki.

Því ber hins vegar að fagna að sviðstjórar fjölskyldu og félagssviðs sveitarfélagsins ræði þessi mál því ótti er ekki ástæðulaus í þessu efni og
orð eru til alls fyrst.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ótti um „týnda kynslóð“ í bænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Guðrún nú er að vaxa úr grasi kynslóð sem fær ekki tækifæri í útgerð og sjósókn. Útgerðin er búin að sækja ógreiddan arð inní bankana sem sitja nú sem eigendur að auðlindinni og hirða af henni allan arðinn.

Bæru stjórnvöldum gæfa til að taka hér upp Sóknarmark með allan fisk seldan á mörkuðum myndi verða viðsnúningur og peningar flæða aftur um vinnufúsar hendur nýrra kynslóða.

Ólafur Örn Jónsson, 26.8.2012 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband