Skrumskæling lýðræðisins í hnotskurn.

Datt einhverjum í hug, sem kaus til stjórnlagaþings að kosningin yrði dæmd ógild, en svo varð, og hvað gerðu sitjandi stjórnvöld ?

Jú þau skipuðu ráð á grundvelli hinnar ógildu kosningar, ráð sem skilaði tillögum sem ekkert var gert með á Alþingi, ekkert annað en það að senda á tillögugerðina algjörlega órædda af þingi til atkvæðagreiðslu hjá þjóðinni.

Svo gerist það að hinir skipuðu ráðsmenn, sem að virðist, telja sig hafa fundið upp hjólið, halda af stað í heilaga krossferð með eigin tillögugerð í þessu efni.

Önnur eins hringleikasápuópera hefur ekki sést lengi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Samtök um nýja stjórnarskrá stofnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband