Engum lýðræðislega þenkjandi stjórnvöldum ,átti að detta í hug að setja fram aðildarumsókn í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar.

Hin stórkostlegu mistök núverandi stjórnarherra varðandi það atriði að viðhafa ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um vilja til aðildar að Evrópusambandinu, aður en slíkt ferli var sett af stað, kunna að verða þjóðinni dýrkeypt þar sem hið sama þýðir skort á trausti í alþjóðlegri samvinnu og fáránlegan skort á lýðræðislegu umboði manna til athafna í utanríkismálum einnar þjóðar.

Einn flokkur Samfylkingin hafði það á stefnuskrá að sækja um aðild og er enn eini islenski flokkurinn, með þau hin sömu markmið á stefnuskrá, en samstarfsflokkurinn sem hefur mátt þola klofning vegna sáttar um þetta mál í gegnum þing, mun þurfa að skýra stefnu sína fyrir næstu kosningar.

Sé hægt að tala um eins máls flokk hér á landi þá er þar að finna Samfylkingu með sinn áhuga á Evrópusambandinu í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar.

kv.Guðrún María.


mbl.is ESB standi fast á sjávarútvegskröfum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband