Stórþörf umræða um greiningu á ADHD.

Það er þarft að ræða um það atriði hvernig greining á ofvirkni og athyglisbresti er hér á landi, þar sem aðferðir við slíkt geta verið mismunandi eins og Ólafur Guðmundsson á Bugl bendir á.

Það er öllum til hagsbóta að sú hin sama greining sé rétt, einkum og sér í lagi þeim einstakling sem á í hlut.

Mín persónulega reynsla af skólakerfinu sem foreldri var sú að tilhneyging kennara til þess að senda barn í greiningu væri nokkuð rík á fyrstu stigum skólagöngu, en þar er um að ræða mat kennara á heðgun barns í skólaumhverfi.

Síðar kom til sögu mat á því hinu sama áður en unglingastig tók við og barnið greindist ekki ofvirkt eða með athyglisbrest samkvæmt því hinu sama mati á þeim tíma, þannig að varla hefði barn þá greinst ofvirkt á fyrri stigum.

Síðar öðlaðist ég sjálf all mikla reynslu í vinnu í skóla með börnum sem voru greind með þessi vandkvæði þar sem mikilvægi samvinnu og skýrra skilaboða, skiptu öllu máli í þeirri hinni sömu vinnu af hálfu aðila allra.

Vandi skólaumhverfis hér á landi til þess að fá fjármagn til þess að takast á við nægilegan mannafla að störfum með börnum, með þekkingu á því hinu sama, er ekki nýtt vandamál heldur gömul saga og sifelld barátta skólastjórnenda.

Sem dæmi get ég tekið að umbun mín sem skólastarfsmanns fyrir að hafa setið starfsmám um ADHD var eitt þúsund krónur í mínu sveitarfélagi, en sem starfsmaður leikskóla fékk eg ríflegri umbun í formi launa á þeim tíma í öðru sveitarfélagi.

Eigi að síður skiptir það meginmáli að vitneska um misþroska sé fyrir hendi hjá öllum þeim er koma að málum hvers einstaklings, alls staðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Flókið að greina ADHD
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband