Um daginn og veginn.

Komst austur undir Eyjafjöll í sveitina mína eina nótt, nú síðustu helgi og drakk í mig kyrrðina og fegurðina sem mín heimasveit skartar öllum stundum.

Eyjafjallaökullinn lyfti þokuhattinum smá stund um kvöldið og kom í ljós að sá hinn sami er rytjulegur á að líta með öskuflóka upp eftir hvíta hattinum hér og þar, og skyldi ekki undra eftir hamagang þann sem þar átti sér stað.

Gróður jarðar er mikill í minni sveit líkt og fyrri daginn og óslegin tún, sem ekkert hefur verið borið á af tilbúnum áburði, eins og frumskógur eftir þetta sumar að sjá má og sama hugsun kemur upp hjá mér eins og oft áður, af hverju er ekki hægt að nýta þetta ræktaða land áfram til matvælaframleiðslu hér á landi ?

Vonandi munu ráð mannsins finna leiðir til þess að nýta ræktað land á Íslandi, enn betur, en Eyjafjöllin eru að mínu áliti kjörsvæði lífrænnar ræktunnar í skjóli fjallanna.

Ferðin austur var andleg næring fyrir mig nú eins og stundum áður í ólgusjó lífsbaráttunnar.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband