Varðstaða um sjálfstæði Íslands í komandi framtíð er meginverkefni íslenskra stjórnmála.

Ég er andstæðingur þess að við Íslendingar göngum í Evrópusambandið vegna þess að framsal á valdi einnar þjóðar í því magni sem það hið sama inniheldur er eitthvað sem ekki verður aftur tekið, og og öll sjálfstæðisbarátta okkar sem þjóðar fyrir tiltölulega skömmum tíma í minum huga vanvirt af þeim sem vilja slíkt valdaframsal.

Það þarf stjórnmálamenn með bein í nefinu til þess að standa á bremsunni í þessu efni og ég trúi því og treysti að menn standi sína pligt hvað þetta varðar, til handa komandi kynslóðum þessa lands.

Erindrekar sértækra hagsmuna munu áfram dansa á liberalismaballinu, þar aðild að Evrópusambandinu er hljómsveitin sem spilar undir, innan flokka og utan, en ég efa ekki að fleiri munu syngja í brekkusöng sjálfstæðis Íslands um ókomna tíð.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband