Tjáningarfrelsið og íslenskir fjölmiðlar.

Frelsi er ekkert frelsi nema þess finnist mörk, því innan ramma frelsisins fáum við notið þess.

Það gildir um tjáningarfrelsið sem annað frelsi.

Frelsi blaðamannsins til þess að fá birta grein eftir sig afmarkast við ritstjóra viðkomandi miðils ef ég þekki rétt, sem hefur mikið vald, og það hið sama vald hefur all mikið með það að gera hvort víðsýn samfélagsumræða á sér stað um hin ýmsu þjóðfélagsmál og atburði líðandi stundar.

Bæði ritstjóri sem og blaðamaður hafa án efa menntun til starfa sinna þar sem starfið hefur meðal annars rammað inn siðareglur í viðkomandi fagi, sem innihalda það atriði að tryggt sé að ekkert sé birt fyrr en viðmælandi hefur fengið að staðfesta að orðrétt sé haft eftir.

Sé hins vegar einhver misbrestur á því að orðrétt sé haft eftir þeim er ræða við einhvern miðil, ellegar frétt birt án þess að viðkomandi fái að sjá hvað á að birta, þá er þar eitthvað ófaglegt á ferð.

Þessi dómur hlýtur að verða til þess að allir standi sína pligt sem aldrei fyrr.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Merkur dagur í sögu tjáningarfrelsis“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband