Hrafninn krúnkaði á ljósastaurum í Setberginu.

Undanfarna daga hafa Hrafnar setið á ljósastaurum hér í nágrenninu og látið í sér heyra, það mikið að vakið hefur athygli mína, en hvort það hefur eitthvað að gera með jarðskjálftavirkni veit ég ekki.

Hins vegar var það yfirleitt svo í sveitinni í gamla daga að ef Hrafninn settist á bæinn og krúnkaði þá kom í ljós að einhvers konar afföll í bústofninum höfðu átt sér stað, en stundum kind í afvelti sem náðist að bjarga, vegna þessarar tilkynningar.

Vonandi er að þessir jarðskjálftar verði ekki meiri en gott að hafa allan varann á.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fylgjast grannt með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband