Glæsileg kosning sitjandi forseta, eftir umdeildar ákvarðanir.

Nýliðinn kosningabarátta hefur ýmsan boðskap fram að færa eins og dregið hefur verið fram á Ruv, í skýringum meðal annars fylgi úr röðum þeirra sem ekki virðast hafa stutt hann í embætti áður.

Hví skyldi það vera ?

Mitt svar er það að þeir sem gerðu þessar forsetakosningar pólítískar voru fyrst og fremst stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnarflokka sem ljóst og leynt fylktu sér um frambjóðanda sem hugsanlega gæti fellt núverandi forseta, forseta sem þeir hinir sömu höfðu þó stutt áður en núverandi rikisstjórn var við völd.

Þetta kallaði á frekari viðbrögð stjórnarandstæðinga að mínu viti, en ella hefði orðið ef slíkt hefði ekki verið svo sýnilegt sem raun bar vitni.

Geti einn forseti státað af fylgi allrar þjóðarinnar óháð því hvaða ríkisstjórn er við völd, þá er það Ólafur Ragnar Grímsson.

kv.Guðrún María.


mbl.is Forsetinn eykur forskotið í Suðvestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband