Stórkostlegur fjáraustur í komandi forsetakosningum er hrópandi andstæða við þjóðfélagsástandið í landinu.

Fjöldi manns er án atvinnu á Íslandi og þungur róður er fyrir margar fjölskyldur að takast á við framfærslu sem nemur 150 þúsund krónum á mánuði, en því til viðbótar hafa flest öll gjöld og skattar hækkað í tíð núverandi stjórnvalda í landinu, sem vegur enn frekar að kjörum lægstu tekjuhópa í samfélaginu, atvinnulausra, aldraðra og öryrkja.

Stórkostlegur fjáraustur í komandi forsetakosningum verður þvi hrópandi andstæða við það þjóðfélagsástand sem til staðar er í landinu um þessar mundir.

Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að frambjóðendur geri grein fyrir sínum fjármunum í þessu efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Frambjóðendur opni bókhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er einungis einn aðili sem er í auglýsingum á öllum fjölmiðlum.  Allir hinir halda sér til hlés.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2012 kl. 01:17

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Cesil, kanski skynja þeir þjóðfélagsástandið betur en viðkomandi frambjóðandi, sem aftur vekur upp spurningar um fjölmiðla og Fílabeinsturninn.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.6.2012 kl. 01:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já einmitt það er þessi spurning um fílabeinsturna og turna yfirleitt ... eða þannig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.6.2012 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband