Staða núverandi stjórnvalda við eldavélina.

Ekki veit ég hve mörgum sinnum hefur soðið upp úr pottunum í þessu stjórnarsamstarfi enda ákvað annar samstarfsflokkurinn að setja hluta af sinni stefnu í samsuðuna um stjórnarsamstarf, þar með talið aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Fyrsta verk þessarar ríkisstjórnar var að finna nýja skattstofna svo mjög að með ólíkindum má telja og hækka öll gjöld sem hugsanlega var hægt að hækka á landsmenn allt undir formerkjum þess að þannig myndi þjóðarskútunni verða komið á flot að nýju.

Skattahækkanir á þjóðarskútuna á strandstað, hafa gert það að verkum að um það bil helmingur hennar er enn á þurru landi, en skrúfan á skipinu er föst þar sem ekki hefur tekist að leiðrétta forsendubrestinn sem til varð með nokkru móti.

Þjóðin tók fram fyrir hendur stjórnarinnar er hún hugðist gera Íslendinga að galeiðuþrælum við Icesavesamningagjörðina, með aðstoð forseta Íslands í því hinu sama máli.

Það er af svo mörgu að taka sem gerst hefur bak við eldavélina á stjórnarheimilinu en læt þetta nægja í bili.

kv.Guðrún María.


mbl.is Eldhúsdagsumræður á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

hafa þaug ekki bara setið á eldavélini og stjórnað hverjir fá að elda????

Magnús Ágústsson, 29.5.2012 kl. 04:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband