Góð hugmynd að skora á ríkisstjórnina að segja af sér.

Það er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt að menn setji fram áskoranir og safni undirskriftum í þeim tilgangi að knýja á um breytingar og í þessu tilviki að þing verði rofið og boðað til kosninga.

Ljóst er að núverandi ríkisstjórn hefur tæpan þingmeirihluta, og á erfitt með að koma málum í gegnum þingið þar sem ósamstaða stjórnarflokkanna um ýmis mál er fyrir hendi.

Eitt mál litar þó mál öll að mínu viti sem Evrópusambandsumsóknin og staða hennar í ljósi andstöðu þjóðarinnar við það eina mál.

kv.Guðrún María.


mbl.is Tæplega þrjú þúsund vilja kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já og núna er bara að hvetja alla til þess að setja nafnið sitt á þennan lista...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.5.2012 kl. 10:10

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað viltu að taki við? Nýjan glundroða?

Ljóst er að ef stjórnarandstaðan kemst að, verður gengið frá eyðileggingu náttúru landsins, lífeyrissjóðir landsmanna tæmdir, skattar hækkaðir á almúgan en lækkaðir í þágu þeirra ríku og ýmis konar félagsleg réttindi skorin við nögl.

Þið gerið ykkur enga grein fyrir þessari áskorun. Þetta er ábyrgðarlaus ævintýramennska með hótun um að þið hafið forsetann í vasanum.

Guðjón Sigþór Jensson, 24.5.2012 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband