Stjórnarskráin hlýtur að verja eign sjóðfélaga í lifeyrissjóðum, því innheimt er með lagaboði.

Raunin er sú að ekki aðeins eru forkólfar verkalýðsfélaganna sekir um algjört andvaraleysi, heldur einnig sitjandi þingmenn á Alþingi Íslendinga sem haldið hafa um stjórnvölinn við hvers konar skerðingar á réttindum í lífeyrissjóði, ellagar haft um það frumkvæði að sjóðir þessir séu notaðir og nýttir í verkefni í þágu hins opinbera til framkvæmda hvers konar.

Alvarleiki þessa máls er sá að hér er innheimt samkvæmt lagaboði af launþegum, þar sem sjóðir þessir tryggja ákveðna upphæð til handa sjóðfélaga eftir greiðslur að ákveðnum tima liðnum.

Hvers konar lagasetning sem heimilar skerðingar er eignaupptaka í raun, vegna fyrirfram gefinna yfirlýsinga til handa sjóðfélaga í bréfum um slíkt ár hvert, þar sem starfssemi sjóðanna er væntanlega eftir laganna hljóðan.

Fullkomin skerðing af hálfu stjórnvalda í formi tekjutenginga mun ALDREI standast eignaréttarákvæði stjórnarkrárinnar sem í gildi er, né heldur mun hvers konar nýting í opinbera þágu úr sjóðum þessum standast lög um sjóði þessa fyrr eða síðar, sbr Framtakssjóð.

Fyrir löngu síðan skyldi varsla fjármuna í lífeyrissjóðum hafa verið falin fjármálafyrirtækjum eða Seðlabanka Íslands, vegna lögboðinnar innheimtu fjármuna þessara, til ákvarðanatöku um fjárfestingar og ávöxtun fjármuna.

Önnur starfssemi sjóðanna skyldi einnig fyrir löngu hafa verið kominn í eina heildstæða einingu til handa launamönnum í landinu, sem lögum samkvæmt greiða enn af vinnulaunum sínum í sjóði þessa.

Atvinnurekendur greiða laun en skyldu hvorki nú né áður hafa nokkra einustu aðkomu að sjóðum þessum, það eru og verða mistök sem þarf að gera upp.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segist vera með samviskubit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband