Hvernig er hægt að breyta kvótakerfi sjávarútvegs ?

Er það með ofurgjaldtöku á núverandi skipulag ?

Nei, gengur ekki upp frekar en önnur ofurgjaldtaka annars staðar.

Er uppboðskerfi á aflaheimildum eðlilegt fyrirkomulag ?

Nei ekki að mínu viti, sökum þess að hvers konar gjaldtaka af fiskveiðum þarf að fara fram eftir að afli er veiddur og borinn að landi, vegna óvissuþátta þar að lútandi.

Er hægt að skylda öll íslensk sjávarútvegsfyrirtæki til þess að landa öllum veiddum fiski á markað hér innanlands ?

Já.

Hvernig er hægt að umbreyta núverandi skipulagi og auka nýliðun ?

Til dæmis með þvi að skipta kerfinu í tvennt eftir bátastærð sem og veiðarfærum við veiðar.

Ákveðinn hluti aflaheimilda myndi því tilheyra hvorum potti fyrir sig, en forsenda aðgöngu minni báta væri tól og tæki ásamt leyfi fyrir starfssemi , ekki kaup á kvóta.

Tilfærsla kvóta svo sem sala og leiga færi því einungis fram innan stærra kerfisins s.s úthafsveiðiskipa.

Heildarafli hvers árs í þeim potti yrði síðan ákveðin þúsund tonna en frelsi til veiða, með ákveðnum takmörkunum s.s vélarstærð og veiðarfæri skyldu innifalin vera.

Þetta er mín sýn sem ég svo sem oft áður rætt um en set fram hér til vangaveltu.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband