Almennar aðgerðir til þess að taka á forsendubresti áttu að vera fyrsta verk stjórnvalda.

Núverandi ríkisstjórn gat ekki hlustað á Framsóknarflokkinn sem einn flokka lagði til almenna skuldaniðurfærslu en sú hin sama aðgerð hefði auðveldað afskaplega margt í framhaldinu, hvað varðar hvers konar ráðstafanir til þess að reisa landið úr rústum efnahagshruns.

Almenn aðgerð felur í sér það réttlæti að eitt skal yfir alla ganga meðan hvers konar sértækar aðgerðir koma ákveðnum hópum til bjargar hinum ekki.

Rétt eins og fyrri daginn hefur skattkerfið illa eða ekki verið notað og nýtt til þess að leiðrétta stöðu manna og sem aldrei fyrr einungis verið notað til þess að hækka alla mögulega gjaldtöku á allt sem hægt er að skattleggja sem aftur hefur áhrif á stöðu manna í þessu samfélagi okkar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Aðgerðir skiluðu litlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband