" Þú getur bara " lækað " okkur ".....

Getur það verið að ný sögn sé kominn til sögu í íslensku máli, þ.e. sögnin að
" læka " ?

Ég heyrði þessa frásögn í útvarpi á dögunum, " þú getur bara farið inn á síðuna og lækað okkur ".....

Auðvitað er enskan þarna stílfærð í íslenskan búning í töluðu máli, og ekki fyrsta skiptið sem það má heyra EN, getum við ekki vandað okkur aðeins pínulítið meira og rætt um það að ef viðkomandi líkar við fyrirtækið sé hægt að láta það í ljósi á síðunni með því að ýta á einn takka.

Íslenska orðið lækur er fallegt orð og hvers konar afbökun þess fer fyrir brjósti á mér, ekki hvað síst í óskyldum tilgangi að mér finnst.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband