Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna eiga að bera ábyrgð.

Umsýsla fjármuna sem innheimt er samkvæmt lagaboði eins og er um iðgjöld launþega í lífeyrissjóði, á ekki að geta verið háð mismunandi mati við áhættufjárfestingar þeirra hinna sömu fjármuna af hálfu þeirra sem þar fara með forsvar.

Fyrir löngu síðan hefði átt að koma til einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn, með stjórn þar sem mönnum væri skipt út reglulega á fimm ára fresti eða svo.

Miðaldalýðræðið sem fólst í því að stjórnir verkalýðsfélaga skipuðu í stjórnir lífeyrissjóða heyrir vonandi sögunni til fljótlega.

Fyrir löngu síðan hefðu einnig átt að liggja fyrir skýr markmið um það í hverju sjóðum þessum væri heimilt að fjárfesta og hverju ekki, með tilliti til hagsmuna eigenda fjármuna í þessu sjóðum, sem eru launþegar í landinu.

Þrjú hundruð þúsund manna samfélag stækkaði ekki í einhvern markað þótt stofnuð væri Kauphöll, né heldur breyttist fámennisklíkugangurinn eitthvað við það hið sama og það atriði að sömu menn sætu á sama stað áratugum saman innan Verkalýðshreyfingarinnar og skipuðu síðan sér þóknanlega menn í forsvar lífeyrissjóðanna orkaði eðli máls samkvæmt engri umbreytingu né endurskoðun.

Raunveruleg skýrsla um tap sjóðanna þarf að sýna yfirlit yfir fjárfestingar frá stofnun hlutabréfamarkaðar hér á landi og allt það flakk með fjárfestingar sem sjóðir þessir stóðu í.

Forsvarsmenn hvers sjóðs fyrir sig bera þar ábyrgð, fyrst og síðast, sú ábyrgð verður ekki yfirfærð á markaðsmennina.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hafnar því að bera ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála

kv

Sleggjan og Hvellurinn, 6.2.2012 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband