Auðvitað þarf að endurskoða lög um lifeyrissjóðina.

Hræðsla stjórnmálamanna við að rugga bát verkalýðshreyfingarinnar hefur verið fyrir hendi og er enn fyrir hendi því miður, þar finnast þó undantekningar hjá einstökum þingmönnum en því miður allsendis ekki nógu mörgum.

Sökum þess hefur engin endurskoðun á skipulagi sjóðanna farið fram á þingi um langan tíma.

Í raun er þessi skýrsla einnig áfellisdómur yfir starfssemi verkalýðshreyfingarinnar sem skipar í stjórnir sjóðanna, og fróðlegt verður að vita hvort menn munu nú loksins gera launþegum kleift að hafa aðkomu að kosningu í stjórnir sjóða þessarra eftir þessa skýrslugerð.

Það er ljóst að sjóðirnir hafa tapað gífurlegu fé launamanna í landinu á áhættufjárfestingum í hinni ýmsu ævintýramennsku þar sem veðjað var á þá stærstu og mestu og mátti ljóst vera ef fylgst var með fréttum hér og þar af fjárfestingum meðan á þvi stóð.

Þeir kyntu því elda ævintýramennskunnar að virtist.

kv.Guðrún Maria.


mbl.is Endurskoða þarf lög um sjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband