Ríkisstjórnin sá um að kveikja í áramótabrennunni þetta árið.

Þessi áramótabrenna ríkisstjórnarinnar mun væntanlega loga fram á næsta ár ef marka má fréttaflutning af þessu hrókeringatilstandi þar á bæ.

Sem sagt búið að kveikja eitt ófriðarbálið enn um völd og valdatauma allra handa, þar sem margur verður af völdum, viti rúinn.

En allt er þetta spurning fyrir ríkisstjórnina að hanga í ístaðinu, hvernig svo sem það má vera eins og þetta kjörtímabil allt hefur svo mjög einkennst af í samstarfi vinstri flokkanna.

Mér er illa sýnilegt hve mikilla breytinga er að vænta við það að Steingrimur Sigfússon verði atvinnuvegaráðherra, það er all óljóst.

Oddný Harðardóttir sem fjármálaráðherra er algjörlega óskrifað blað í mínum huga.

Væntanlega á þetta að þýða nýja ímynd ríkisstjórnar en valdabröltið hlýtur að snúast um Evrópumálin, annað er ekki í sjónmáli.

kv.Guðrún María.


mbl.is Breytingartillagan samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.12.2011 kl. 13:11

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Fari þessi stjórn norður og niður!

Sigurður Haraldsson, 31.12.2011 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband