Löngu tímabært frumvarp lagt fram á Alþingi.

Andvaraleysi kjörinna alþingismanna gagnvart hagsmunum launþega í landinu hefur því miður verið algert til langtíma litið og það atriði að stjórnir verkalýðsfélaga skipi í stjórnir lífeyrissjóða, er slíkt afdalalýðræði að engu tali tekur.

Reyndar er það með ólikindum að slíkar tillögur skuli ekki koma frá verkalýðshreyfingunni sjálfri, en ef til vill er þess vart að vænta þar sem lítið er gert til þess að virkja hinn almenna félagsmann til þáttöku í öðru en að leigja sumarbústaði og jú samþykkja samninga um smávegis launahækkanir, sem verðtryggingin hefur alla jafna étið upp þegar komast á koppinn.

Fundir um hagsmunamál launþega, svo ekki sé minnst á fræðslu um réttindi og skyldur, það hefur ekki farið mikið fyrir því hinu sama, því miður.

Greiðslur launþega í lífeyrissjóði eru lögbundnar og ég lít svo að þau réttindi sem sjóðir þessir gefa út til handa launþegum séu því einnig lögvarin.

Eitt er ljóst að löngu tímabært er að skoða þessi mál.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sjóðsfélagar kjósi stjórnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband