Þjóðmálin, gömul hugleiðing úr skúffunni.

Er manneskjan ávallt í öndvegi sett,
í ákvörðun þróunnar framvindu mála,
eða er sú speki úr bókunum flett
að best sé að ryðja brautina hála ?

Hin bókhneigða þjóð sem að býsnast svo mjög yfir vanda,
hvar er nú lærdómur sá er í bókum skal standa ?
Hvert hefur borið oss skilgreining menntunarstétta,
hvar eru orð eins og samhæfing upp á að fletta ?
Er viðskiptasiðferði krónur og aurar til skjala,
kemur vor hagfræði, kanski ekki til með að tala ?

Mennta ber þjóðina meira í raun,
margra ára lærdómsmenn vita ekki baun.
Vilja svo taka sér verkin til handa,
allt skal í klásúlum kenninga standa.

Forsendur málanna fljúga til hæða
orðin um markmið og tilgang þau flæða
og hver er svo árangur eftir allt þetta ?
Jú menn þurfi bókunum betur að fletta.

Að réttlæti í orði sé réttlæti á borði,
að mannúð og sanngirni sjái hér ljós
og síglaðir spekingar sjái til fjalla,
úr frumskógi rökhyggju frjálsræðishalla.

Gróðahyggjan gín úr augum manna,
getur eitthvað kostað hjartað sanna ?
Göfugur og glaðlyndur var maður einu sinni,
en göfugmennskan gleymd er nú
og gleðin skrifast tap í baráttunni.

Getum við gert aðeins betur en gerum við nú ?
Getum við gengið fram veginn í sannleika og trú ?
Getum við haft uppi réttlæti í orði og á borði ?
Skilgreint með vissu, muninn á hausi og sporði.

GMÓ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband