Þurfum við að gera " allt " fyrir jólin ?

Ég held að það sé mjög ríkt hjá okkur Íslendingum að gera " allt " fyrir jólin.

Sjálf er ég engin undantekning þar, en hins vegar skal það viðurkennt að síðasta hálfa áratuginn, hef ég verið dugleg við að endurmeta mitt eigið viðhorf í því efni sem er ágætt í raun.

Mér finnst það hins vegar nauðsynlegt að þrífa gluggana áður en jólaljósin eru sett upp og blessað eldhúsið þarf að fá þrifaumferð því til viðbótar.

Hjá mér er hins vegar rík tilfinning til þess að halda í það gamla í skreytingum sem ég ólst upp við, svo sem að hengja jólaskraut upp í loftið, en jólatré hefi ég hins vegar ekki skreytt hingað til, fyrr en síðla kvölds á Þorláksmessu, en er að hugsa um að breyta út af þeirri hefð núna.

Jólakveðjurnar í útvarpinu eru einnig hluti af jólunum.

Smákökubakstur fyrir jólin hefur aftur ekki verið mitt sérfag, en þess í stað hefi ég gert jólakonfekt sem orðið er að hefð hjá mér.

Það er orðið nokkuð síðan að mér fannst ég eiga nóg af jóladúkum og jólagardínum sem og jólaskrauti allra handa, eins og gengur og gerist um miðjan aldur, en helst eru það jólaljósin sem þarf að endurnýja við og við, eftir efnum og aðstæðum hverju sinni.

Ég nota enn eldgamalt gervijólatré sem er frá því ég man eftir mér á jólum með foreldrum mínum, og finnst það eins konar menningarleg varðveisla að nota þetta tré ennþá.

Jólin eru það sem við viljum gera úr þeim.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband