Nýr Landsspitali, skipulag og umhverfismál.

Það var alveg ágætt að fá fram umræðu og gagnrýni frá íbúum í miðbænum varðandi framkvæmdirnar við nýjan Landsspítala sem kom fram i Silfri Egils í dag.

Eins nauðsynlegt og það er að koma starfssemi LSH, saman á einn stað þá er vissulega ekki sama hvernig það er gert, og magn umferðaraukningar í miðbæinn er eitthvað sem einhver hlýtur að vera þess umkominn að leggja mat á með framtíðarspekúleringar í þvi sambandi.

Það er ekki nóg að breikka stuttan hluta Hringbrautar eins og gert var meðan aðkomuaæðar anna ekki umferð til og frá á aðalææðum til og frá borgarhlutum en einkum er það Bústaðavegur og Öskjuhlíðin öðrum megin og hins vegar Kleppsvegur hinum megin þar sem umferðarmannvirki bera ekki þá umferð á annatímum sem þyrfti að mínu áliti ásamt Miklubraut.

Því meiri umræða sem er um þessi mál því betra svo við gerum nú ekki skipulagsvitleysu til framtíðar eins og oft hefur verið gert.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband