" Það er einn maður við Plöntueftirlit á Íslandi og hann stendur hér... "

Það er ýmist of eða van í eftirlitsiðnaði hér á landi og það atriði að einn maður skuli sinna öllu eftirliti með innflutningi á plöntum er ótrúlegt, satt best að segja en fínt að draga fram í dagsljósið.

Mjög góð umfjöllun var í Kastljósi kvöldsins varðandi þessi mál, þar sem það kom fram að í raun er mögulegt að hér sé verið að flytja inn sínýjar skordýrategundir með plöntum og engir einustu fjármunir til staðar til þess að bregðast við því hinu sama ef svo ber undir.

Alls konar skriffinskustjórnsýsluapparat er hins vegar búið að hreyfa við þessari einu stöðu þessa eftirlitsmanns, þar sem yfirstjórnunarkostnaðurinn kann ef til vill að vera ástæða þess að ekki er hægt að kosta fleiri eftirlitsmenn ?

Stórfurðulegt !

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband